news

Engjarós: Jólamatur

13. 12. 2021

Á föstudaginn var heldur betur veisla hjá okkur. Það var betrifatadagur og mættu allir í sínum betri fötum. Við fengum líka jólasveinana Giljagaur og Gáttaþef í heimsókn á gluggann hjá okkur og sungum með þeim nokkur lög. Síðan var jólamatur hjá okkur og borðuðum við á Engjarós saman í salnum. Við fengum purusteik og meðlæti og svo laufabrauðið sem við skárum út. Í eftirmat var boðið uppá íspinna. Í nónhressingu fengum við kakó og smákökurnar sem við bökuðum og runnu þær ljúflega niður. Þetta var sannkallaður veisludagur og fóru allir saddir og sælir í helgarfrí.


© 2016 - 2022 Karellen