news

Engjarós: Kartöflur

08. 08. 2022

Í vor settu nemendur á Smára og Engjarós niður kartöflur í bala og í sumar höfum við passað uppá að vökva, setja balann út á daginn og inn á kvöldin. Í síðustu viku ákváðum við að kíkja undir kartöflugrösin þar sem þau voru orðin svo há og áður en elsti hópurinn okkar fer í grunnskólann. Þetta var kannski heldur í fyrra fallinu, vitum að kartöflurnar hefðu haft gott af pínu tíma í viðbót en oft er það ferlið sem skiptir meira máli en útkoman. En allavega, upp kom full fata af kartöflum sem við fengum svo með hádegismatnum á föstudaginn. Það var mjög gaman að smakka allskonar stærðir af kartöflum og þessar minnstu voru mjög krúttlegar. Skemmtilegt ferli.

© 2016 - 2023 Karellen