news

Engjarós: Umbun

23. 11. 2021

Nú var enn á ný komið að umbun hjá okkur á Engjarós en umbun fá nemendur þegar þeir eru búnir að safna saman ákveðnum fjölda af brosum. Nemendur fá bros þegar þeir eru búnir að vera duglegir að æfa SMT reglurnar okkar. Nemendur kusu um umbun og nú völdu þeir að fara í gönguferð með nesti. Við ákváðum að fara í dag eftir hádegismatinn því við höldum að spáin sé ekkert voðalega spennandi það sem eftir er af vikunni :) Við fórum að hólnum og að litlum skógrjóðri sem er við Vættagilsbrekkuna. Þar lékum við okkur í klettum, með greinar, inni í skóginum og fórum upp og niður hóla og hæðir. Eftir dágóðan leik settumst við niður og fengum okkur banana, kex og djús, aldeilis notalegt í smá snjókomu og kulda. Þegar við vorum búin að næra okkur var haldið heim í leikskólann. Já það er sko alveg hægt að fara í nestisferð að vetri til :) Skemmtileg umbun og gekk ljómandi vel.

© 2016 - 2024 Karellen