news

Engjarós: Viðburðardagatal á aðventu

07. 12. 2021

Í desember gerum við aðventudagatal á hverri deild þar sem við opnum einn miða á hverjum degi og einhver viðburður eða verkefni eru í boði. Við á Engjarós höfum m.a. gert íslenska fánann, Inda skólastjóri kom og las sögu fyrir okkur, við höfum pakkað inn jólagjöfum og svo einn daginn var þotuferð í Vættagilsbrekkuna. Eftir hádegismatinn og rólega stund skelltum við okkur í gallana, tókum þoturassana og röltum í brekkuna. Við renndum þar dágóða stund í fallegu veðri og góðu rennifæri áður en við héldum tilbaka í nónhressingu. Það skemmtu sér allir konunglega, bæði stórir og smáir.

© 2016 - 2022 Karellen