news

Smári: Kartöflur

25. 08. 2022

Í vor settu nemendur á Smára niður kartöflur í bala og í sumar höfum við passað uppá að vökva, setja balann út á daginn og inn á kvöldin. Í gær ákváðum við að kíkja undir grösin sem voru orðin himinhá og sjá hvort það væru komnar einhverjar kartöflur þarna undir. Nemendur fylgdust spenntir með og upp komu þó nokkuð margar kartöflur, bæði litlar og stórar. Við fengum þær svo í matinn með slátrinu í gær og var mjög gaman að smakka allskonar stærðir af kartöflum. Aldeilis skemmtileg tilraun og lærdómsríkt ferli.© 2016 - 2023 Karellen