news

Smári: Sjóræningjadagur

29. 09. 2022

Það var heldur betur líf og fjör á föstudaginn þegar nemendur mættu í búningum á sjóræningjadaginn. Fyrst og fremst voru það sjóræningjar sem mættu en svo mátti sjá Elsu, tígrísdýr og aðrar verur. Farið var í ratleik um garðinn þar sem leysa þurfti nokkrar þrautir eins og t.d. að gefa hópknús, standa á örðum fæti og syngja, setja saman orð og fleira. Að lokum leiddi ratleikurinn okkur að gullkistu sem var falin vel og vandlega í runnunum. Í kistunni var heilmikið góss og gersemar en mest fannst okkur varið í poppið sem leyndist ofan í. Það var gott að fá sér popp að borða á Rauðasvæðinu eftir að hafa farið um allan garðinn. Skemmtilegur sjóræningjadagur!

© 2016 - 2024 Karellen