news

Stafakleinur

15. 02. 2022

Einu sinni á skólaári höfum við haft þann sið að bjóða öfum og ömmum að koma í kaffi til okkar og nemendur hafa bakað stafakleinur fyrir það. Undandarin ár höfum við þurft að fella það niður vegna Covid og er engin breyting á því þetta árið, þ.e. ömmu og afakaffið sem átti að vera í þessari viku fellur niður. En við ákváðum samt að skella í deig og baka nokkrar stafakleinur fyrir okkur og bökuðum nemendur á Engjarós og Smára í dag. Það ríkti mikil kátína að fara í salinn og baka, finna sinn staf, stinga hann út og skemmtu allir sér mjög vel. Síðan munu nemendur á eldri deildum fá stafakleinur í nónhressingunni í dag. Nemendur á yngri deildum munu baka á fimmtudaginn og borða sínar stafakleinur þann dag.

© 2016 - 2024 Karellen