news

Þrautabraut í garðinum

28. 04. 2022

Nú er búið að mála þrautabraut í garðinn hjá okkur. Hægt er að hlaupa, hoppa, hoppa sundur-saman, hoppa á doppum, hoppa jafnfætis eða á öðrum fæti, hoppa parís, labba á línu, sjá hvað maður getur stokkið langt, hlaupið, fundið stafina í nafninu sínu, skoðað tölur og fleira. Þetta hefur vakið mikla lukku og hafa nemendur verið iðnir við að finna alla stafina í nafninu sínu, upphafsstafinn sinn, reyna að hoppa sem lengst og mæla það, hoppa bara á rauðum doppum og svo framvegis.


© 2016 - 2023 Karellen