Í Kiðagili eru fjórar deildir fyrir um 100 börn á aldrinum átján mánaða til sex ára. Deildirnar heita: Engjarós, Smári, Sóley og Gleym-mér-ei en það er deild yngstu barnanna.
Leikskólinn er uppeldis- og menntastofnum. Hann leggur áherslu á leikinn sem náms og þroskaleið, leggur rækt við skapandi eiginleika, starfa og uppgötvunarnám barnsins. Leikskólinn er þjónustustofnun, sinnir því hlutverki og veitir börnunum öruggan samastað utan heimilis. Leikskólinn er viðbót við heimilið, sinnir uppeldislegum þáttum í samvinnu við það.
Fagmennska, virðing leikur og læsi eru einnkunnarorð leikskólans Kiðagils og leiðarljós starfsmanna sem vinna í leikskólanum.

Á Kiðagili vinnur samkvæmt agastefnu PMTO/SMT.

© 2016 - 2020 Karellen