Á Kiðagili eru fjórar deildir fyrir um 100 börn á aldrinum átján mánaða til sex ára. Deildirnar heita: Engjarós, Smári, Sóley og Gleym-mér-ei en það er deild yngstu barnanna.
Leikskólinn er uppeldis- og menntastofnum. Hann leggur áherslu á leikinn sem náms- og þroskaleið, leggur rækt við skapandi eiginleika, starfa- og uppgötvunarnám barnsins. Leikskólinn er þjónustustofnun, sinnir því hlutverki og veitir börnunum öruggan samastað utan heimilis. Leikskólinn er viðbót við heimilið, sinnir uppeldislegum þáttum í samvinnu við það.
Fagmennska, virðing, leikur og læsi eru einnkunnarorð leikskólans Kiðagils og leiðarljós starfsmanna sem vinna í leikskólanum.

Á Kiðagili vinnum við samkvæmt agastefnu PMTO/SMT.

© 2016 - 2020 Karellen