news

Smári: Læsisstund

28. 04. 2021

Málhljóð vikunnar er Au. Við lásum söguna um Au í bókinni "Lubbi finnur málbein", lærðum táknið og sungum lagið um Au. Verkefni dagsins var að teikna augað sitt og því byrjuðu börnin á því að fara inn á bað og skoða augað sitt og athuga hvernig það er í laginu, hvernig það er á litinn, hvort það séu augnhár og svo framvegis. Þá fóru nemendur og teiknuðu og lituðu augað sitt. Þegar þeir voru búnir að því var boðið upp á stöðvavinnu þar sem hægt var að spora tölustafi og form með töflutúss, para saman stafi á pappír og á steinum, skoða tölur og raða réttum fjölda á punkta og kasta teningum með stöfum á og skrifa þá á blað sem hengt var á vegginn. Það var góður og mikill vinnufriður í læsisstund dagsins og nemendur áhugasamir um verkefnið.



© 2016 - 2024 Karellen