Í Kiðagili eru fjórar deildir fyrir 97 börn á aldrinum átján mánaða til sex ára. Deildirnar heita: Engjarós, Smári, Sóley og Gleym-mér-ei en það er deild yngstu barnanna.
Leikskólinn er uppeldis- og menntastofnum. Hann leggur áherslu á leikinn sem náms og þroskaleið, leggur rækt við skapandi eiginleika, starfa og uppgötvunarnám barnsins. Leikskólinn er þjónustustofnun, sinnir því hlutverki og veitir börnunum öruggan samastað utan heimilis. Leikskólinn er viðbót við heimilið, sinnir uppeldislegum þáttum í samvinnu við það.
Fagmennska, virðing leikur og læsi eru einnkunnarorð leikskólans Kiðagils og leiðarljós starfsmanna sem vinna í leikskólanum. Stjórnendur skólans eru Inda Björk Gunnarsdóttir skólastjóri og Katrín Jóhannesdóttir aðstoðarskólastjóri.

Kiðagil notar upplýsingakerfið Karellen fyrir foreldra. Kerfið heldur utan um mætingu nemenda, gerir foreldrum keift að tilkynna sjálfur vekindi fyrir sitt barn. Atburðir á skóladagatali byrtast foreldrum beint í síman sem og myndir af þeirra barni. Hægt er að senda skilaboð beint á deildir í gegnum foreldraappið. Upplýsingar um matseðla og einnig upplýsingar til foreldra um svefn barna og hvernig börnin þeirra borða er einnig hægt að sjá inn á Karellen. Yngri deildir setja inn upplýsingar varðandi hversu mikið nemendur borða og svefn tíma. Nánari upplýsingar um Karellen og Kiðagil er að finna hér: Nánari upplýsingar um Karellen

Á Kiðagili vinnur samkvæmt agastefnu PMTO/SMT. Nánari upplýsingar um SMT og Kiðagil

© 2016 - 2024 Karellen