news

Girðingavinna

02. 04. 2024

Okkur finnst alltaf gaman að fylgjast með því þegar einhverjir koma til okkar í leikskólann og eru að laga eða betrumbæta umhverfið okkar. Í vikunni fyrir páska var verið að skipta um spýtur í grindverkinu okkar og fannst okkur frábært að fylgjast með því. Það voru góðar umræður um hvað var verið að gera, af hverju, hvað verkfærin heita og svo framvegis og fylgdumst við spennt með gangi mála.

© 2016 - 2024 Karellen