news

Smári: Öskudagur

18. 02. 2021

Við á Smára tókum öskudagshring í hverfinu okkar í gær í tilefni af öskudeginum. Við byrjuðum á að fara í Vættagil að syngja fyrir Hörð vin okkar og mömmu hans. Þá lá leiðin okkar í sambýlið í Snægili þar sem við sungum líka og við enduðum svo á að banka á gluggann hjá Indu og Kötu skólastjórum og sungum líka fyrir þær. Við fengum smá fyrir sönginn á öllum stöðum eins og t.d. karamellur, súkkulaðistykki, ávaxtastöng og popp í poka sem allir fóru með heim til sín í lok dags. Það er nefnilega þannig að pabbi og mamma ráða hvenær við borðum öskudagsnammið :) Þetta heppnaðist mjög vel og allir voru kátir og glaðir á öskudegi.

© 2016 - 2021 Karellen