news

Barnamenningahátíð. Ljóstýran

29. 04. 2024

Listakonan Auðbjörg Konráðsdóttir kom til okkar í tengslum við Barnamenningahátíð. Auðbjörg kom sem sólargeislinn Ljóstýra sem býr núna í smájökli á Tröllaskaga. En á Tröllaskaga eru um 170 smájöklar. Ljóstýra sagði okkur frá hvernig hún var til og ferðalaginu sínu frá Sólinni til Jarðarinnar og hvernig hún komst í kynni við álfheima og breyttist í ljósálf til að geta haldið áfram að búa á jörðinni. Ljóstýra settist að í loftbólu á einum af smájöklunum á Tröllaskaga og flögrar um náttúruna.

Í salnum okkar var búblan hennar Ljóstýru sett upp en hún líkist smájökli að utan en var hvíldar- og skynupplifunarrými að innan.

© 2016 - 2024 Karellen