news

Engjarós - uppákomudagar í janúar

30. 01. 2024

Í janúar erum við búin að vera með rafmagnslausan dag þar sem börnin fá að vera með vasaljós til að leika sér með. Dagurinn gekk vel fyrir sig og voru þau að prófa að láta ljósið skína á ýmsa hluti. Einn hópurinn fór síðan í samveru með skuggamyndir upp á vegg.

Vikunni á eftir var síðan inniskóadagur í tilefni af því að það var Ii vika. Börnin höfðu gaman að því að koma í inniskóm en þeir voru kannski ekki notaðir allan daginn.

© 2016 - 2024 Karellen