news

Ánamaðka rannsókn

25. 05. 2023

Það var aldeilis áhugavert að sjá alla ánamaðkana koma upp úr moldinni í rigningunni. Áhugasamir nemendur týndu nokkra ánamaðka í dollu og fengu að rannsaka þá betur í gegnum smásjá. Svo lásum við og lærðum meira um þá og máluðum mynd af þeim. Við fylgdumst með þeim í gegnum daginn og slepptum þeim svo aftur í grasið.

Við vorum líka svo heppin að finna býflugu og gátum skoðað hana vel í gegnum smásjánna, einhverjum leyst nú ekkert á hana en aðrir mjög áhugasamir að sjá að hún var loðin og með fjóra vængi sem litu út eins og gúmmí!

© 2016 - 2024 Karellen