news

Barnamenningarhátíð 2023

14. 02. 2023

Það er gaman að segja frá því að við á Kiðagili höfum fengið styrk frá Barnamenningarsjóði til að taka þátt í Barnamenningarhátíð Akureyrarbæjar 2023 sem fram fer í apríl. Deildirnar Engjarós og Smári munu taka þátt og verða nemendur á þeim deildum með verkefni sem heitir "Heimur og haf". Engjarós er að vinna með bókina "Helgi skoðar heiminn" og gerir verkefni tengd náttúru, dýrum og fleiru og Smári er að vinna verkefni um hafið og dýrum í sjónum. Börnin fá margvíslega fræðslu um efnið og við gerum verkefni úr endurvinnanlegum efnivið. Við verðum í samstarfi við Egill Jónasson, listamann, sem mun gera hljóð- og myndbandsverk með nemendum. Í apríl munum við svo vera með sýningu þar sem hægt verður að skoða afraksturinn af þessari vinnu okkar. Fylgist endilega með.

Hér er hægt að lesa meira um málið

https://www.akureyri.is/is/frettir/ein-skemmtilega...

© 2016 - 2023 Karellen