news

Engjarós-Útskriftarferð

25. 05. 2022

Nemendur á Engjarós fóru í útskriftarferð í Kjarnaskóg í gær. Við tókum strætó upp í Hagahverfi og löbbuðum þaðan inn í Kjarnaskóg. Þar lékum við okkur í leiktækjum, fórum í ævintýraferð um skóginn, fórum á fleiri leikvelli, fórum að vaða í læknum, hoppuðum á ærslabelgnum, fórum í boltaleiki og fleira. Þá grilluðum við pylsur í hádegismatinn og fengu allir pylsur og Svala og eftir að hafa farið í vaðferð í lækinn var boðið upp á kex, nammi og meiri Svala. Við fórum af stað kl 9:15 um morguninn og svo kom rúta og sótti okkur kl 14:00 og kom okkur heim í leikskólann. Ferðin gekk í alla staði mjög vel, allir voru kátir og glaðir en mögulega voru það þreyttir en ánægðir nemendur og kennarar sem skiluðu sér í leikskólann eftir góðan og skemmtilegan dag.

© 2016 - 2023 Karellen