news

Jólaball, jólasveinar, jólamatur

20. 12. 2023

Á föstudaginn var mikill hátíðisdagur hér á Kiðagili. Þann dag var okkar árlegi betrifatadagur þar sem allir, sem vildu, mættu í sínum betri fötum í leikskólann. Þá var hátíðarmatur í hádeginu, hamborgarhryggur og meðlæti og laufabrauðið sem nemendur skáru út með foreldrum sínum í jólaboðunum. Um miðjan morgun skelltum við jólatrénu okkar út á Rauðasvæðið og þar hittust allar deildir og dönsuðu og sungu í kringum jólatréð.

Á föstudaginn komu líka tveir jólasveinar í heimsókn til okkar, þeir Skyrgámur og Giljagaur. Þeir komu við inn á allar deildir og sungu, dönsuðu og spjölluðu við nemendur og kennara og vöktu mikla hrifningu. Að heimsókn lokinni gáfu þeir öllum pakka.

© 2016 - 2024 Karellen