news

Smári: Bangsasögustund

12. 10. 2023

Í dag, fimmtudag, fóru nemendur á Smára með strætó í bæinn. Leiðin lá á Amtsbókasafnið þar sem Eydís, barnabókavörður, var í bangsabúning og tók á móti okkur og varð þá bangsinn Bella. Bangsinn Bella, bauð okkur velkomin, við settumst inn í barnahorn og Bella las fyrir okkur eina bangsasögu. Þá fengu allir bókamerki með sér heim til að nota þegar þið og þau lesið bækur saman. Eftir lesturinn löbbuðum við niður í miðbæ þar sem við lékum okkur á leikvellinum í Skátagilinu áður en við tókum strætó heim á Kiðagil.

Bangsasögustundirnar eru í október en alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október ár hvert og því er boðið uppá þessar stundir á Amtsbókasafninu.

© 2016 - 2024 Karellen