news

Smári: Jólaljósaferð

20. 12. 2023

Í vikunni fóru nemendur á Smára í jólaljósagönguferð um hverfið en þessi gönguferð kom í viðburðardagatali dagsins. Við röltum vítt og breytt, leituðum og horfðum eftir jólastjörnum, snjókörlum, jólasveinum, rauðum seríum, hvítum eða marglitum, ljósasnjókörlum og fleira. Þá sáum við grenitré með seríu sem skiptir um lit, jólasvein sem hékk upp í tré og svo í Fannagili var fagurlega skreyttur garður með hreindýrum, lest, pökkum og fleiru. Þá var himininn baðaður í fallega liti en mörg falleg glitský sáust á himninum.

© 2016 - 2024 Karellen