news

Smári: Mála úti

05. 12. 2022

Desember genginn í garð og við brjótum upp starfið með allskonar uppákomum, stórum og smáum, með viðburðardagatali. Á fimmtudaginn var á dagskrá að fara í vettvangsferð og uppúr dagatalinu kom að við myndum mála í ferðinni. Við tókum með okkur pappír og vatnsliti, héldum af stað uppá leikvöllinn í Merkigili og þar máluðum við myndir úti í náttúrunni. Þegar við vorum búin að mála, lékum við okkur og höfðum gaman að. Já það er alltaf gaman að færa verkefnin út og prófa að gera þau á nýjum stöðum.

© 2016 - 2023 Karellen