news

Smári: Vetrarleikar

12. 01. 2023

Vetrarleikarnir voru hjá okkur í vikunni, annan daginn fórum við í Vættagilsbrekkuna að renna og hinn daginn vorum við heima í garði í þrautum. Við röltum í Vættagilsbrekkuna með snjóþotur og þoturassa og renndum okkur þar dágóða stund. Þá var boðið upp á kakó og kringlur sem allir voru glaðir með í útiverunni. Við renndum okkur svo aðeins meira áður en við röltum heim í leikskólann. Skemmtileg ferð.

Í garðinum var boðið upp á þrautabraut þar sem fara þurfti undir og yfir, kasta hringjum á keilu og fleira, við vatnslituðum snjóinn, köstuðum grjónapúðum í gegnum hringi og svo mældum við hver gat rennt sér lengst í brekkunni. Já það var aldeilis líf og fjör og mikið sem við æfðum okkur í úthaldi, hreyfingu og allir höfðu gaman af.

© 2016 - 2023 Karellen