news

Engjarós- Umferðarskólinn

10. 05. 2022

Á fimmtudaginn þann 5. maí fóru nemendur á Engjarós í Umferðarskólann. Við fengum sent efni frá Samgöngustofu sem við fylgjum og förum yfir. Heiðrún fór yfir glærur með nemendum þar sem farið var yfir hvar börn eiga að sitja í bíl, hvað við þurfum að hafa í huga við að fara yfir götu (stoppa-horfa-hlusta), hvar er besta að svæðið til að leika sér á, við mældum hæðina á krökkunum til að athuga hvort þau væru orðin nógu stór til að sitja í framsæti og mátuðum hjálm og fórum yfir hvernig hann á að sitja á höfðinu. Við horfðum líka á nokkur myndbönd þar sem farið er yfir þessar reglur og svo fengu allir litabók með sér heim. Treystum því að nemendur okkar hafi svo kennt og farið yfir þessa reglur með foreldrum sínum þegar heim var komið.

© 2016 - 2023 Karellen