news

Engjarós: Ferð á Minjasafnið

09. 12. 2021

Í dag, fimmtudag, kom ferð á Minjasafnið á miðanum í viðburðardagatalinu okkar. Við fórum með strætó og þær Þórgunnur og Tina tóku á móti okkur. Við byrjuðum í Minjasafnskirkjunni þar sem þær hringdu bjöllunum, við fórum inn og við ræddum um myrkrið, ljósið, rafmagn og kerti. Þá kveikti Þórgunnur á kertum á litlu jólatré og við sungum saman Bráðum koma blessuð jólin. Þá skiptum við hópnum upp og fór annar hópurinn í Nonnahús og hinn inn í Minjasafn. Í Nonnahúsi sýndi Tia okkur mismunandi jólatré (lifandi, heimatilbúin osfrv.), við fengum að finna lykt af eini og handfjalta einigrein og svo fórum við og dönsuðum og sungum í kringum einiberjarunn. Á Minjasafninu skoðuðum við pottinn hennar Grýlu, skoðuðum myndir af jólasveinunum og hlutina þeirra (pönnu, ask osfrv.) og fengum að finna lykt af hangikjöti og laufabrauði. Þá fengu allir vasaljós til að lýsa inn um göt í stórum helli og leyndist ýmislegt þar inni. Mjög skemmtileg ferð og allir til mikillar fyrirmyndar.


© 2016 - 2024 Karellen