news

Smári: Fimleikasalur

25. 08. 2022

Í síðustu viku fórum við í fimleikasalinn og mikið var það nú gaman. Við byrjuðum á upphitun á gólfdýnunni, hlupum fram og tilbaka, hoppuðum á öðrum fæti og fleira. Eftir góða upphitun fórum við í hópana okkar á þrjár stöðvar. Á einni stöð vorum við að hoppa í gryfjuna, á næsta stað vorum við að hoppa á trampólíni og út í gryfu og á þeirri þriðju hlupum við og hoppuðum á dýnu og æfðum okkur að fara kollhnís. Þegar allir hópar voru búnir að fara á allar stöðvar komum við saman á gólfdýnunni og gerðum nokkrar teygjur og slökunaræfingar. Það voru allir kátir og glaðir eftir góðan dag í fimleikasalnum. Í vetur munum við svo fara í fimleikasalinn annan hvern fimmtudag og hlökkum mikið til.

© 2016 - 2023 Karellen