news

Smári: Lubbi á afmæli

17. 11. 2022

Lubbi, læsishundurinn okkar, varð 13 ára í gær á Degi íslenskrar tungu. Í tilefni dagsins fengu Lubbar deildarinnar afmæliskórónu, afmælissöng og svo fengu þeir að sitja með okkur við hádegisborðið. Þá fékk stóri Lubbi bein til að naga og að sjálfsögðu var það uppáhaldsmálhljóðið hans L. Til hamingju með daginn þinn Lubbi!

Þar sem það var Dagur íslenskrar tungu ræddum við um Jónas Hallgrímsson og lærðum vísuna um Buxur, vesti, brók og skó. Við bæði sungum hana, röppuðum, æfðum okkur að teikna föt og fleira.

© 2016 - 2024 Karellen