news

Sóley;Óvissuferð í strætó

01. 04. 2022

Í gær fórum við í heljarinnar óvissuferð í tilefni að Óó Lubbastafaviku. Byrjuðum á að missa næstum af strætó en vorumsvo heppin að strætó var líka seinn :) svo tók við mikil óvissa hvert við myndum fara og enduðum við á að keyra um allan bæ. Út í Síðuhverfi, niður í miðbæ, út í Nausthverfi, Lundahverfi og niður Dalsbraut að Glerártorgi þar sem við fórum út til að fá frískt loft í lungun og biðum þar þangað til næsti strætó kom sem var svo líka seinn svo við gátum hoppa og skoppað og sungið og trallað í góða stund þangað til hann kom og við fórum aftur upp í leikskóla. Skemmtileg ferð með snillingunum okkar/ykkar þar sem við sáum fullt af húsum, hvar nokkrir áttu heima, leikskóla, skóla, búðir og margt fleira.

© 2016 - 2024 Karellen